Crystal Palace 1 – 1 Brighton:
1-0 Jordan Ayew
1-1 Danny Welbeck
Það var jafntefli í fyrsta jólaleik ensku úrvalsdeildarinnar en Brighton heimsótti Crystal Palace í London.
Jardon Ayew skoraði markið fyrir heimamenn og kom þeim yfir.
Gestirnir gáfust ekki upp og Danny Welbeck jafnaði metinn fyrir gestina með fínu marki.
Lokastaðan var 1-1 en Brighton er með 26 stig í níunda sæti en Palace er þremur sætum neðar með sex stigum minna.