Forráðamenn Genoa á Ítalíu hafa varla undan því að svara í símann vegna Alberts Guðmundssonar. Sóknarmaðurinn hefur verið öflugur undanfarið.
Öll stærstu lið Ítalíu eru sögð hafa áhuga á því að krækja í Albert sem gerði nýjan samning við Genoa á dögunum.
„Við höfum fengið mörg símtöl en ekkert tilboð, ef það koma tilboð þá ræðum við það og tölum við leikmanninn,“ sagði Marco Ottolini, frammkvæmdarstjóri Genoa.
„Albert er frábær leikmaður sem hefur bætt sig mikið,“ segir hann einnig.
Albert kom til Genoa fyrir tæpum tveimur árum og hefur á þeim tíma verið jafn besti leikmaður liðsins.