Víkingur á tvo fulltrúa þegar kemur að liði ársins sem verður opinberað á kjörinu á Íþróttamanni ársins þann 4. janúar.
Karlalið Víkings í fótbolta varð Íslands og bikarmeistari í sumar en kvennaliðið vann næst efstu deild og varð bikarmeistari.
Það er svo lið Tindastóls sem varð Íslandsmeitari í körfubolta karla sem kemst einnig á lista.
Það eru samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu.
Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins
Tindastóll, meistaraflokkur karla í körfubolta
Víkingur, meistaraflokkur karla í fótbolta
Víkingur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta