Real Madrid er að skoða það að fá Raphael Varane aftur til félagsins vegna meiðsla David Alaba.
Alaba sleit krossband um liðna helgi og verður ekki meira með á þessari leiktíð.
Varane er á sínu þriðja tímabili hjá Manchester United en samningur hans er á enda næsta sumar.
United er þó með ákvæði til þess að framlengja dvöl kappans en óvíst er hvort af þvi verði.
Cadena Cope segir að Real Madrid skoði það að fá Varane inn og leysa vandamálið strax í janúar.