Samkvæmt Sky Sports kemur það jafnvel til greina hjá Manchester United að rifta samningi við Jadon Sancho.
Sancho neitar að biðja Erik ten Hag afsökunar á hegðun sinni og fær sökum þess hvorki að æfa né spila með liðinu.
Sir Jim Ratcliffe er sagður vilja taka upp harðari stefnu hjá félaginu og einfaldlega rifta samningi við þá sem ekki eiga heima hjá félaginu.
United keypti Sancho frá Dortmund fyrir rúmum tveimur árum á 75 milljónir punda.
Hann vill að félagið einbeit sér að því að hafa gott andrúmsloft og leikmenn sem vilja leggja sitt að mörkum.
United vonast til að selja Sancho í janúar en annars verður það skoðað að rifta samningi hans.