fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Bjarni með áhugaverðan pistil í kjölfar tíðindanna úr Kópavogi – „Vonandi er ég ekki að nudda viðkvæma G-bletti“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. desember 2023 21:30

Skjáskot/K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifaði athyglisverðan Bakvörð í blaðið á dögunum í kjölfar þess að Breiðablik dró úr leik lið sitt í Subway-deild kvenna í körfubolta. Hann veltir fyrir sér af hverju Blikar geta ekki gert betur en þetta í körfubolta í ljósi árangurs félagsins í knattspyrnu.

„Karlalið Breiðabliks í knattspyrnu náði sögulegum árangri í haust þegar liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni. Kvennalið Breiðabliks í knattspyrnu varð fyrst til þess að gera það kvennamegin árið 2021.“

Svona hefst Bakvörður Bjarna sem heldur svo áfram.

„Í gær dró Breiðablik kvennalið sitt í körfuknattleik úr keppni í úrvalsdeildinni þar sem leikmannahópurinn var orðinn ansi þunnur. Karlalið Breiðabliks hefur líka verið í vandræðum en bæði liðin hafa leikið í efstu deild Íslandsmótsins að undanförnu. Ég velti því fyrir mér af hverju eitt stærsta íþróttafélag landsins geti ekki gert betur þegar kemur til dæmis að körfuboltanum?“

Bjarni bendir þá á að töluvert ódýrara sé að halda úti góða körfuboltaliði en fótboltaliði.

„Vonandi er ég ekki að nudda viðkvæma G-bletti í þessum Bakverði. Ég er einfaldlega að velta því fyrir mér af hverju íþróttafélögin eru að reyna halda úti einhverju starfi með 50 prósent metnaði, væri ekki betra að sleppa því bara?“ spyr hann.

„Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta snýst um peninga en þetta hlýtur líka að snúast um það hvernig peningunum er ráðstafað yfirhöfuð er það ekki?“

Bjarni bendir loks á frábæran árangur Vals í öllum deildum í karla- og kvennaflokki.

„Valur er gott dæmi um félag sem setur 100 prósent metnað í allt sitt, í öllum deildum, hvort sem það er karla- eða kvennamegin. Því miður er það eina félagið á landinu sem gerir það, sem er hálfsorglegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur