Þetta segir Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, að sögn Welt am Sonntag.
„Pútín er þessa dagana að auka vopnaframleiðslu Rússlands mjög mikið. Um rúmlega 60%. Það er gríðarleg þörf fyrir að NATO bregðist við þessu og auki sína framleiðslu. Við höfum um fimm til átta ár til að undirbúa okkur hernaðarlega, í iðnaðinum og samfélagið sem heild,“ sagði ráðherrann.
Hann telur að öll Vesturlönd geti lent í eldlínunni. „Við verðum að taka hótanir hans í garð Eystrasaltsríkjanna, Georgíu og Moldóvu mjög alvarlega. Þetta er ekki bara orðaskak. Mikil hætta getur beðið okkar allra í lok þessa áratugs,“ sagði hann.
Hann sagðist ekki telja að ógnin, sem stafar af Pútín, sé tekin nógu alvarlega: „Margir hafa ekki enn skilið hversu mikil hættan er. Stundum hef ég á tilfinningunni að það sé víðsfjarri því að allir hafi áttað sig á að við verðum að gera meira fyrir öryggi okkar.“