fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Segir að Hamas sé til staðar á Norðurlöndunum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. desember 2023 09:00

Hamasliði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn voru tveir karlar og ein kona handtekin í Danmörku vegna gruns um að þau hafi verið að undirbúa hryðjuverk þar í landi. Þessu til viðbótar hefur lögreglan lýst eftir nokkrum til viðbótar og þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald að sér fjarstöddum.

Lögreglan og leyniþjónustan, sem fara saman með rannsókn málsins, hafa ekki látið mikið uppi um málið en fjölmiðlar hafa velt því upp að málið tengist palestínsku hryðjuverkasamtökunum Hamas. Talsmaður leyniþjónustunnar sagði á fréttamannafundi að sjónir yfirvalda beinist að öryggi samkomustaða gyðinga og öðrum stöðum sem tengjast þeim.

Á fréttamannafundinum kom fram að hin handteknu og eftirlýstu hafi tengsl við skipulögð glæpasamtök, LTF, sem eru bönnuð í Danmörku. Þetta eru glæpasamtök innflytjenda.

Ísraelsk stjórnvöld gengu lengra í yfirlýsingum fyrir helgi og sögðu að hin handteknu hafi „starfað á vegum hryðjuverkasamtakanna Hamas“ og „hafi ætlað að drepa almenna borgara í Evrópu“.

Magnur Ranstorp, sem er einn helsti sérfræðingurinn á Norðurlöndunum í málefnum hryðjuverkasamtaka, hefur fylgst með Hamas árum saman. Í samtali við Jótlandspóstinn sagði hann að það sé ný þróun ef stuðningsfólk Hamas skipuleggi hryðjuverk utan Ísraels en það komi ekki á óvart ef bein tengsl séu á milli Hamas og Danmerkur.

„Hamas er til staðar í Danmörku, Svíþjóð og öðrum norrænum og evrópskum löndum. Þar er fólk sem segist styðja Hamas,“ sagði hann og benti á að fram að þessu hafi tengsl Hamas við Evrópuríki takmarkast við pólitískan og fjárhagslegan stuðning.

Hann benti á að Hamas hafi aldrei framið hryðjuverk í Evrópu og það sé eitthvað algjörlega nýtt ef samtökin gera það en einnig verði að hafa í huga að aldrei fyrr hafi svo hörð átök verið á milli Hamas og Ísraels eins og nú. Það sé því ekki útilokað að Hamas reyni að ráðast á ísraelsk skotmörk utan hefðbundins starfssvæðis síns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti