fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Loksins að ná sér almennilega á strik eftir mjög erfið ár hjá öðrum stórliðum

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. desember 2023 16:23

Aubameyang.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pierre Emerick Aubameyang er loksins byrjaður að minna á sig eftir nokkur erfið tímabil á sínum ferli.

Aubameyang var lengi leikmaður Dortmund og Arsenal en ferill hans hefur í raun ekki náð flugi síðan 2020.

Í dag er Aubameyang 34 ára gamall en hann gerði samning við Marseille í Frakklandi fyrr á þessu ári.

Fyrir það lék leikmaðurinn með Chelsea en skoraði aðeins þrjú mörk í 21 leik en hann kom þaðan frá Barcelona þar sem frammistaðan var í besta falli ágæt.

Aubameyang skoraði aðallega mörk í leikjum sem Barcelona vann sannfærandi og þótti ekki standa sig í leikjum sem skiptu máli.

Í dag er Aubameyang að minna á sig í Frakklandi en hann hefur skorað 12 mörk í 21 leik á tímabilinu fyrir Marseille.

Frammistaða hans í Evrópu hefur helst vakið athygli en hann er þar með sjö mörk í sex leikjum en þó aðeins fimm í deild.

Aubameyang er þó talinn hafa spilað glimrandi vel á leiktíðinni og eftir nokkur erfið ár er hann að finna taktinn á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift