fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Heldur því fram að Ítalir séu steinhissa á regluverkinu á Íslandi – „Þurfum að borga einhverri konu til að leggja fram ásökun“

433
Föstudaginn 15. desember 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Hjartarson, hlaðvarpsstjórnandi og samfélagsrýnir, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Þátturinn var birtur á Brotkast í vikunni.

Eitt af þeim málefnum sem Þórarinn og Frosti ræða eru reglur KSÍ um það að banna alla þá aðila sem sakaðir eru eða grunaðir um eitthvað misjafnt.

Reglurnar voru settar upp fyrir nokkrum árum þegar fjöldi landsliðsmanna var sakaður um eitthvað misjafnt, enginn þeirra var að lokum ákærður. Frosti og Þórarinn telja að reglan gangi alltof langt og að hana sé hægt að misnota

„Það til dæmis hvernig Öfgar höfðu sig frammi um landsliðsmenn hefur tekið ótrúlegum breytingum, einfaldlega vegna þess að þær tóku réttlát mál og hlupu með það á einhvern allt annan stað. Og eyðilögðu það fyrirbæri hér á landi, það er enginn að hlusta á þær,“ segir Þórarinn um málið og vísar til baráttuhópsins Öfgar sem mikið hefur farið fyrir.

Hann segir regluna um að setja þá sem eru kærðir eða sakaðir um eitthvað til hliðar ekki réttláta. „Þeir eru úr landsliðinu og koma ekki fyrr en málið er búið, þær viðurkenna ekki þegar þær hafa rangt fyrir sér. Þá er það hvað kerfið er hræðilegt, feðraveldið að slá til baka. Feðraveldið er hugtak sem þær stimpla á allt sem þeim mislíkar.“

Frosti sem hefur oft rætt mál sem þessi segir að reglan gangi ekki upp. „Það mál á enn eftir að rétta sig betur, það er komið í betri farveg. Þessi regla sem KSÍ setti, að sá sem er sakaður um eitthvað sé settur til hliðar. Hún gengur bara ekki upp.“

Hann telur að andstæðingar Íslands gætu horft í þessa reglu. „Það getur hver sem hagnýtt sér þennan veikleika KSÍ, einhver andstæðingur á knattspyrnuvellinum eftir þrjá mánuði. Hann hugsar, við erum að mæta Íslandi í mikilvægum leik og þetta er þeirra besti maður og spilar með þessu liði. Við þurfum að borga einhverri konu til að leggja fram ásökun um að hann hafi gert eitthvað misjafnt, þá erum við lausir við þann einstakling úr liðinu.“

„Það væri hægt að taka markvörðinn og hóta honum, að ef hann leki ekki inn tveimur mörkum í leik þá verði hann ásakaður og fótboltaferilinn búinn.“

Frosti segist vita til þess að á Ítalíu hafi menn verið hissa á verklagi KSÍ. Albert Guðmundsson hefur verið sakaður um kynferðisbrot en neita sök, málið er hjá ákærusviði en á meðan fær hann ekki að spila með landsliðinu.

Genoa á Ítalíu heldur hins vegar áfram að spila Alberti og svona segir Frosti að málið hafi horft við þeim.

„Ég veit til dæmis með Albert Guðmundsson á Ítalíu, ítalska liðið sem hann spilar með skildi þetta ekki. Þeir töldu að KSÍ væri þá með eitthvað um sekt hans, þetta er bara almenn regla hjá KSÍ. Þeir skildu það ekki, þeir segja að það sé alltaf verið að ásaka fræga fyrir eitthvað. Þegar þetta var útskýrt fyrir þeim, þeir skildu ekki hvernig KSÍ kæmist að þessari niðurstöðu. Ef það kemur upp ásökun þá er það skoðað, ef það er ákært þá er hægt að taka menn út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift