fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Guðni Th. brá á leik með barnakór Grindavíkurkirkju

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 15. desember 2023 10:29

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, brá á leik.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söfnunartónleikar fyrir fjölskyldufólk úr Grindavík fóru fram í Bústaðakirkju á miðvikudaginn, að viðstöddum forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni. Fjölmenni var í kirkjunni og sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu á ruv.is.

Tónleikarnir voru vel heppnaðir og sló forsetinn í gegn þegar hann steig á svið og söng með kórnum í lokalaginu og spilaði á sleðabjöllur í óvæntum flutningi kóranna af Snjókorn falla.

Sjáðu myndir frá kvöldinu hér að neðan.

Þéttsetin Bústaðakirkja.
Þórður Sigurðsson organisti á Dalvík ók þvert yfir landið til að leggja Grindvíkingum lið í Bústaðakirkju, og spilaði á píanó og hljómborð.
Forsetinn söng með kórnum í lokalaginu og spilaði á sleðabjöllur í óvæntum flutningi kóranna af Snjókorn falla, í útgáfu Ladda.
Aðsend mynd.
Kristján Hrannar Pálsson organisti og skipuleggjandi viðburðarins, og einsöngvari kvöldsins Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, tónlistarkona úr Grindavík.
Aðsend mynd.
Barnakór Grindavíkurkirkju sem kom fram á sínum fyrstu tónleikum þetta kvöld, í beinni útsendingu og fengu að syngja með forseta Íslands í leiðinni.
Aðsend mynd.
Gígja Eyjólfsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Sr. Þorvaldur Víðisson.
Kristján Hrannar Pálsson, Guðni Th. Jóhannesson og Nína Richter.
Aðsend mynd.
Meðlimir úr hljómsveit sem sett var saman fyrir kvöldið, Þórður Sigurðsson organisti á Dalvík ásamt og Daníel Helgasyni bassaleikara og Óskari Þormarssyni trommuleikara.
Aðsend mynd.
Aðsend mynd.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Gígja Eyjólfsdóttir formaður sóknarnefndar. Á bakvið má greina Sr. Elínborgu Gísladóttur sóknarprest Grindavíkurkirkju.
Tónleikar – Grindavík
Aðsend mynd.
Aðsend mynd.

Ágóði söfnunarinnar rennur beint til fjölskyldufólks úr Grindavík sem eru mörg hver í krefjandi aðstæðum um þessar mundir, en hægt verður að sækja um í sjóðinn eftir ferlum sem auglýstir verða á næstu dögum. Hægt er að hafa samband við Grindavíkurkirkju eða Rauða kross Íslands varðandi upplýsingar um úthlutanir úr sjóðnum.

Enn er hægt að leggja málstaðnum lið og tekið er við frjálsum framlögum á sérstakan söfnunarreikning:

bnr. 0133-15-006150

kt. 410272-1489

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr kærasti Jennifer Aniston – Heillandi gúru með litríka fortíð

Nýr kærasti Jennifer Aniston – Heillandi gúru með litríka fortíð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðni Th. mælir með Þorskasögu

Guðni Th. mælir með Þorskasögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur frjókornaofnæmi haft áhrif á leggöng kvenna

Getur frjókornaofnæmi haft áhrif á leggöng kvenna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tónlistarhátíð aflýst þegar tilkynnt var um komu Kanye West

Tónlistarhátíð aflýst þegar tilkynnt var um komu Kanye West