fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Pútín segir að markmiðin með innrásinni í Úkraínu séu óbreytt – Friður kemst ekki á fyrr en markmiðin hafa náðst

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. desember 2023 07:30

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, tók upp gamlan sið í gær og mætti í sjónvarpssal til að svara spurningum áhorfenda. Hann hefur lengi haft þetta fyrir sið skömmu fyrir jól en gerði þetta þó ekki á síðasta ári.

Pútín sagði meðal annars að markmið Rússa með innrásinni í Úkraínu séu óbreytt og að friður komist ekki á í Úkraínu fyrr en þessi markmið nást.

Hann sagði að markmiðin séu enn að „afnasistavæða Úkraínu sem og að afvopna landið og gera það hlutlaust“.

„Friður næst þegar við náum markmiðum okkar,“ sagði hann.

Rússar vilja koma í veg fyrir að Úkraína gangi í NATO því ef landið fær aðild að NATO þýðir það að Vesturlönd verða að koma landinu til aðstoðar ef á það er ráðist.

Hvað varðar umfang hernaðaraðgerðanna í Úkraínu sagði hann að þar séu nú 617.000 hermenn, þar á meðal 244.000 varaliðsmenn, sem berjast á 2.000 km langri víglínu. Hann sagði að ekki sé nauðsynlegt að grípa til herkvaðningar því 1.500 karlar gangi til liðs við herinn daglega.

Hvað varðar gagnsókn Úkraínu á árinu sagði hann að hún „hefði mistekist á öllum vígstöðvum“.  Úkraínskir ráðamenn hafa játað að sóknin hafi ekki skilað tilætluðum árangri og að aðeins hafi náðst lítils háttar ávinningur nærri Kherson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Í gær

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“
Fréttir
Í gær

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar
Fréttir
Í gær

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra