Kynfræðingurinn Indíana Rós Ægisdóttir er á lausu. Smartland greinir frá því að hún og eiginmaður hennar, Kristófer Másson, séu farin í sundur.
Þau giftust í miðjum heimsfaraldri og eiga saman tvö börn.
Indíana er vel þekkt í sínum bransa, hún hefur mikið starfað í skólum og félagsmiðstöðvum, jafnt með ungmennum, sem kennurum og leiðbeinendum. Hún heldur úti hlaðvarpinu „Kynlífið“ sem fjallar um allt sem viðkemur kynlífi og kynheilbrigði.