fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

14 ára sonur Margrétar hætt kominn eftir orkudrykkjaneyslu – Keypti drykkinn sjálfur í sjálfsafgreiðslu

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 11. desember 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst að þurfi að gerast eitthvað í þessu áður en eitthvað alvarlegt gerist,“ segir Margrét Kristín Ingibjargardóttir, íbúi á Selfossi, í samtali við DV.

Fjórtán ára sonur Margrétar hringdi sjálfur á sjúkrabíl í gær eftir að hafa fengið verk fyrir hjartað skömmu eftir að hafa innbyrt gosdrykk sem inniheldur talsvert magn af koffíni. Var pilturinn á gangi utandyra þegar hann fann að ekki var allt með felldu.

Gat keypt drykkinn án athugasemda

Margrét segir að sonur hennar hafi keypt drykkinn í verslun með sjálfsafgreiðslukassa og setur hún stórt spurningarmerki við það að hver sem er geti keypt orkudrykki án athugasemda í sjálfsafgreiðslu.

Drykkurinn sem sonur Margrétar keypti heitir Mountain Dew og inniheldur hann talsvert magn af koffíni, eða liðlega 140 mg í einum lítra. Vissulega eru til orkudrykkir í verslunum sem innihalda talsvert meira magn af koffíni og hefði hann að líkindum einnig komist upp með að kaupa þá.

Segist Margréti gruna að pilturinn hafi verið búinn að drekka annan orkudrykk áður en hann keypti sér Mountain Dew.

Óttast að einhver fari sér að voða

Sonur Margrétar var útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að læknar höfðu skoðað hann og er hann við góða heilsu núna og eflaust reynslunni ríkari. Margrét segir að eitthvað þurfi að gerast áður en einhver fer sér að voða.

„Það kom upp mál fyrir ekki svo löngu að börn væru að kaupa svitalyktareyði til að reyna að komast í vímu og mér finnst svo furðulegt að það hafi ekki dugað,“ segir Margrét.

Bendir hún á að víða erlendis séu kassar sem veki athygli starfsfólks á því þegar ákveðnar vörur eru stimplaðar inn. Þannig sé að minnsta kosti hægt að tryggja að ólögráða börn kaupi ekki óæskilegar vörur.

Margrét segist vilja vekja athygli á þessu til að vekja fólk og verslunareigendur til umhugsunar.

„Góða hliðin af þessu er að hann lærði vel af þessu sem er gott og gerir þetta örugglega ekki aftur,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Bókakaffi með glæpaívafi

Bókakaffi með glæpaívafi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi
Fréttir
Í gær

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“
Fréttir
Í gær

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík