fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Mál Alberts komið inn á borð héraðssaksóknara

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. desember 2023 10:03

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, leikmanns ítalska knattspyrnuliðsins Genoa, er komið inn á borð embættis héraðssaksóknara frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

RÚV greinir frá þessu en Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, staðfesti við fréttastofuna að kynferðisbrotamál sem hafi verið kært til lögreglu í sumar sé komið á borð embættisins en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Greint var frá því í ágústlok að búið væri að kæra Albert fyrir nauðgun og í kjölfarið var hann ekki valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu enda kveða reglur KSÍ um að óheimilt sé að velja leikmann í hópinn ef mál er í gangi gegn viðkomandi hjá lögreglu.

Albert hefur neitað sök í málinu sem hefur ekki haft áhrif á stöðu hans hjá ítalska liðinu. Þar hefur hann verið lykilmaður í vetur og spilað fantavel en hann hefur ekki spilað síðustu leiki vegna meiðsla. Hefur hann verið orðaður við stærri lið í Evrópu í kjölfar góðs gengis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Coutinho losnaði loksins frá Villa

Coutinho losnaði loksins frá Villa
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn eftir tapið: ,,Vorum ekki nógu góð til að klára þennan leik“

Þorsteinn eftir tapið: ,,Vorum ekki nógu góð til að klára þennan leik“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mourinho tjáir sig um Jota: ,,Alltaf hluti af fjölskyldunni á Anfield“

Mourinho tjáir sig um Jota: ,,Alltaf hluti af fjölskyldunni á Anfield“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“