fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Ekið á sex ára barn við Hamraborg

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. desember 2023 15:28

Aðsend mynd. Tekin út um glugga strætisvagns um klukkustund eftir atvikið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kl. 14:35 í dag var tilkynnt um umferðarslys við Hamraborg í Kópavogi, nánar tiltekið við gangbraut fyrir framan Bókasafn Kópavogs. Vegfarandi sem var nýkominn út úr safninu varð vitni að því er bíll ók á stúlkubarn sem var að ganga yfir gangbrautina. Tilkynnti hann atvikið til lögreglu.

Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð 3, staðfesti upplýsingarnar í samtali við DV. Segir hann bílinn hafa verið á 5-10 km/klst. hraða og því megi vænta þess að áverkar hafi ekki verið alvarlegir. Gunnar segir að um hafi verið að ræða sex ára gamla stúlku. Ekki kemur fram í skráningu lögreglu hvort hún var flutt á sjúkrahús né hvernig líðan hennar er háttað eftir slysið.

Áðurnefndur sjónarvottur segist hafa séð barnið liggja í götunni eftir slysið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“
Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“