fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Ný þungamiðja átakanna í Úkraínu – „Þetta er eins og uppvakningamynd“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. desember 2023 07:00

Ónýtur rússneskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þögnin er algjör. Hún er aðeins rofin á hröðu fótataki og þungum andardrætti á meðan óþekktur aðili fer framhjá hrúgu af föllnum rússneskum hermönnum og ónýtum ökutækjum á stríðshrjáðu svæði.

Þetta er lýsing á myndbandi sem var tekið upp í nóvember nærri bænum Avdiivka í austurhluta Úkraínu og var birt í síðustu viku af rússneska herbloggaranum Vladimir Romanov. „Árangur kostar og það mjög mikið,“ skrifaði Romanov á föstudaginn á Telegramsíðu sína.

Úkraínska herstjórnin segir að 931 rússneskur hermaður hafi fallið eða særst daglega í nóvember, flestir í og við Avdiivka. Breska varnarmálaráðuneytið segir að þetta þýði að nóvember sé mannskæðasti mánuður stríðsins fyrir rússneska herinn, mannskæðari en mars á þessu þegar orustan um Bakhmut stóð sem hæst. Báðir stríðsaðilar kölluðu Bakmut hakkavélina vegna hins mikla mannfalls.

Nú bendir flest til að ný „hakkavél“ sé komin upp við Avdiivka en Rússar hafa reynt að ná bænum á sitt vald síðan í október. Í fyrstu beittu þeir mörg hundruð brynvörðum ökutækjum og skriðdrekum í árásum, sem voru oft gerðar á opnum svæðum. Úkraínumenn vörðust af hörku og eyðilögðu ökutækin og skriðdreka í stórum stíl.

Þá byrjuðu Rússar að nota taktík sem þeir notuðu í Bakhmut. Hún gengur út á að senda hverja bylgjuna á fætur annarri af hermönnum gegn úkraínsku skotgröfunum.

„Akrarnir eru yfirfullir af líkum,“ hefur AP-fréttastofan eftir úkraínskum herforingja. Drónaflugmaður sagði við sama tækifæri að Rússar reyni að gera úkraínsku hermennina örmagna með því að senda hverja árásarbylgjuna á fætur annarri gegn þeim. Venjulega sæki rússnesku hermennirnir fram fimm til sjö saman að næturlagi. Síðan geri þeir árás á úkraínsku varnarlínurnar snemma að morgni. „Sumir deyja, aðrir birtast í staðinn. Þetta er eins og uppvakningamynd,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“