fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Rússar slaka á klónni við Avdiivka

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. desember 2023 04:33

Hér gefast rússneskir hermenn upp fyrir úkraínskum hermönnum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa slakað á í sókn sinni að bænum Avdiivka í suðausturhluta Úkraínu. Frá því í október hafa þeir reynt að ná bænum á sitt vald en þar bjuggu áður um 10.000 manns.

Reuters segir að nú hafi Rússar slakað á í sókn sinni að bænum og hefur eftir Oleksandr Shtupun, talsmanni úkraínska hersins, frá því á föstudaginn hafi Rússar dregið mjög úr sóknarþunga sínum eða um helming. Hann sagði aðalástæðuna vera mikið mannfall meðal rússneskra hermanna.

Breska varnarmálaráðuneytið skýrði frá því í síðustu viku að Rússar hafi misst 931 hermann að meðaltali á dag í nóvember í og við Avdiivka. Þeir hafa reynt að ná bænum á sitt vald síðan um miðjan október.

Á rússnesku herbloggsíðunni Rybar kemur fram að enn sé hart barist á iðnaðarsvæði utan við bæinn og sé það nú nánast á valdi Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast