fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fókus

Unnur er enginn aðdáandi leikskóla – „Við bara horfðum þar upp á líkamlegt ofbeldi“

Fókus
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnur Birna Björnsdóttir, tónlistarkona og djassgeggjari, með meiru, er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Hún er líklega hvað þekktust fyrir frábæran fiðluleik og söng en hún semur líka sjálf tónlist og hefur tekið þátt í mörgum leikverkum þar sem hún hefur bæði leikið, dansað og spilað. Unnur Birna hefur meðal annars spilað með Ian Anderson, söngvara hljómsveitarinnar Jethro Tull, sungið í rokkóperu Jethro Tull, spilað með Fjallabræðrum og síðustu árin hafa hún og Björn Thoroddsen gítarsnillingur, ásamt fleiri flottum tónlistarmönnum, töfrað fram margar tónlistarveislurnar. Í þættinum ræða þau Mummi meðal annars um listferil hennar, af hverju hún getur ekki hugsað sér að setja börnin sín of ung á leikskóla og hvernig er að vera hún með sjálfri sér.

Unnur Birna átti neikvæða lífsreynslu á leikskóla. Hún var þá í leikskóla úti á landi og segir að þar hafi hún mátt horfa upp á líkamlegar refsingar, sem enginn hafi lyft brúnum yfir á þeim tíma.

„Ég er búin að vera á að átta mig á því hvers vegna ég er enginn aðdáandi leikskóla. Við bara horfðum þar upp á líkamlegt ofbeldi. Maður lærði að ef maður gerði ekki það sem manni var sagt þá þýddi það refsingu.“

Unnur greinir frá því að þetta hafi haft djúpstæð áhrif á líf hennar. Hún hafi verið opið og  hugrakkt barn áður en hún gekk í þennan leikskóla en í kjölfarið varð hún óframfærin og átti erfitt með að segja hug sinn eða vera hún sjálf. Það tók töluverðan tíma að læra það að hún mætti vera eins og hún er án þess að þurfa að óttast refsingu. Hún er búin að vinna úr þessu í dag í gegnum mikla sjálfsvinnu. Gagnvart hennar eigin börnum líti hún þó enn tortryggnum augum á leikskóla

Börn séu viðkvæm og berskjölduð. Verði þau vitni að einhverju misjöfnu þá taki þau það með sér út lífið. Fólk þurfi að nálgast börn af virðingu og gæta þess hvernig við þau er talað og hvernig þeim er leiðbeint.

Unnur Birna ræðir líka hvernig þegar hún var í tónlistarnámi hafi verið litið hornauga á aðra tónlist en þá klassísku. Sjálf var Unnur hrifin af djassi og fór að spila með pabba sínum í kvöldverðarboðum. Þá lenti hún í þeirri undarlegu stöðu að vera gagnrýnd fyrir að stela verkefnum, sem nemandi, af kennurum sínum, þrátt fyrir að þeir hafi neitað að spila annað en klassíska.  Þessi mótstaða gegn djassi og annarri tónlist kynti þó bál undir Unni sem fór að spila djass á fiðluna sem og rokk og annað í miklum mótþróa.

Hlusta má á viðtalið við Unni og fyrri þætti á tyr.is eða á Spotify.

Kaldi Potturinn er spjallþáttur þar sem Mummi fær til sín á sviðið heima alls konar fólk úr öllum kimum samfélagsins, með fjölbreytta lífsreynslu, djúpa sýn á tilveruna og sterkar skoðanir á lífinu. Fólk sem fer sínar eigin leiðir. Mummi hefur sjálfur sterkar skoðanir og er óhræddur við að tjá sig um hvað sem er, svo allt fær að flakka á sviðinu. Kaldi Potturinn hefur ekkert að fela.

Dagskrárgerð Kalda pottsins er í höndum Mumma og stjórn upptöku er í höndum Gunnars Bjarna en upptökur fara fram á heimili Mumma og eiginkonu hans, Þórunnar Wolfram, á Gömlu Borg í Grímsnesi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjáðu myndirnar: Stjörnuparið gekk rauða dregilinn saman í fyrsta skipti

Sjáðu myndirnar: Stjörnuparið gekk rauða dregilinn saman í fyrsta skipti
Fókus
Í gær

Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“

Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu VÆB æfa á stóra sviðinu í Sviss

Sjáðu VÆB æfa á stóra sviðinu í Sviss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“