Tass fréttastofan segir að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafi svarað þessu um helgina og sagt að Rússar hafi ekki í hyggju að stækka yfirráðasvæði sitt í Evrópu.
„Þetta kemur frá háttsettum manni sem getur ekki annað en tekið við sérfræðingaáliti, þar á meðal frá sérfræðingum í Pentagon sem sérhæfa sig í að greina sambandið á milli Moskvu og Washington,“ sagði Lavrov.
Hann endurtók einnig fyrri ummæli sín um að Rússar hafi hrundið hinni „sérstöku hernaðaraðgerð“ af stað vegna þess að Úkraína hafi verið að „útrýma öllu rússnesku“.