fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Þrír fluttir á slysadeild eftir bruna í Árbæ – Einn þungt haldinn

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. nóvember 2023 08:32

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttum Vísis, RÚV og MBL í morgun kemur fram að þrír einstaklingar hafi verið fluttir á slysadeild eftir að eldur kom upp í húsnæði við Stangarhyl í Árbænum í Reykjavík á sjötta tímanum í morgun. Einn þeirra er sagður vera þungt haldinn.

Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði MBL að sækja hafi þurft þann sem ligg­ur þungt hald­inn á slysa­deild inn í húsið en aðrir komist út af sjálfs­dáðum.

Eld­ur­inn kviknaði klukk­an 5:50 og var allt til­tækt slökkvilið sent á staðinn. Búið er að slökkva eld­inn og verið er að reykræsta.

Stefán tjáði Vísi að umrætt húsnæði sé ekki byggt sem íbúðarhúsnæði en búið hafi verið að útbúa litlar íbúðir innan þess.

Þetta er að minnsta kosti þriðji stóri bruninn sem upp kemur á undanförnum mánuðum í húsnæði sem nýtt var til búsetu en ekki byggt sem slíkt. Í sumar kom upp eldur í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði sem nýtt var til búsetu og komust sumir íbúar naumlega undan eldinum.

Í síðasta mánuði lést síðan maður í bruna í húsnæði við Funahöfða í Reykjavík sem búið var í en var ekki hugsað til búsetu.

Sjá einnig: Eldsvoði á Funahöfða – einn lést í brunanum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Í gær

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“