fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

„Rússar hafa misst stjórnina“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. nóvember 2023 07:00

Það var mikil slagsíða á Olenegorsk Gornjak eftir árás Úkraínumanna í sumar. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rússar hafa misst stjórnina.“ Þetta sagði Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, fyrir helgi um leið og hann tilkynnti að Úkraínumenn hafi „tekið frumkvæðið“ á ákveðnu svæði.

Nánar tiltekið í Svartahafi en bæði Rússland og Úkraína liggja að Svartahafi. „Mér finnst að allir eigi að vita hvaða árangri Úkraína hefur náð í Svartahafi,“ sagði Zelenskyy þegar hann ávarpaði úkraínsku þjóðina.

„Landið okkar hefur gjörbreytt stöðunni í Svartahafi – Rússar hafa misst stjórnina. Almennt séð hafa Rússar misst vonina um að geta haldið Svartahafinu fyrir sig sem stuðpúða gegn ágengni annarra þjóða. Við munum gera allt sem við getum til að styrkja þessa stöðu,“ sagði Zelenskyy.

Þennan sama dag birti hann færslu á Telegram þar sem hann sagði að Úkraína hafi náð frumkvæðinu í Svartahafi og hafi neytt rússneska flotann til að hörfa.

Hann sagði að Úkraínumönnum hafi tekist svo vel upp í vesturhluta Svartahafs að nú sé hægt að flytja korn sjóleiðis frá Úkraínu.

„Okkur tókst að ná frumkvæðinu af Rússum í Svartahafi og byggja upp þannig aðstæður að Rússar neyddust til að flýja frá austurhluta þess og reyna að leyna herskipum sínum. Í fyrsta sinn í sögunni byrjaði floti sjávardróna, úkraínski sjóherinn, að starfa í Svartahafi,“ sagði Zelenskyy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast