Manchester United hefur ekki verið sannfærandi á þessu tímabili og virðist ekki vera að klikka undir stjórn Erik ten Hag.
Nú stendur landsleikjahlé yfir en Man Utd spilaði leik í gær sem var gegn Hull sem er í næst efstu deild Englands.
Nokkrar stjörnur tóku þátt í þessari viðureign en þá leikmenn sem voru ekki valdnir í landslið sín í þessu verkefni.
Man Utd mistókst að vinna Hull á bakvið luktar dyr en leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem kemur einhverjum á óvart.
Leikmenn á borð við Antony, Donny van de Beek og Hannibal Mejbri spiluðu fyrir Man Utd en Hull er í áttunda sæti Championship-deildarinnar.