fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Joe Biden líkir tali Donald Trump við orðræðu nasista

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 17:30

Færði Biden Trump gjöf með þessu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, líkti orðræðu Donald Trump, fyrrverandi forseta, við orðræðu nasista þegar hann ávarpaði fjársterka stuðningsmenn sína síðastliðinn þriðjudag. Trump sækist nú eftir útnefningu Repúblikana sem næsta forsetaefni flokksins og fullyrti Biden að ef hann yrði kosinn forseti myndi hann nýta vald embættisins til að ná sér niður á andstæðingum sínum.

Biden tiltók sérstaklega orðræðu Trump um að kalla pólitíska andstæðinga sína „meindýr“ sem dæmi um orðræðu sem væri á pari við orðræðu nasista á sínum tíma.

Í nýlegri ræðu á kosningafundi sagði Trump: „Við munum svæla kommúnistana út, marxistana, fastistana og öfgavinstrið sem lifa eins og meindýr í samfélagi okkar.“ Sagði Trump að hin raunverulega ógn við bandarískt samfélag kæmi ekki frá öfgahægrinu heldur öfgavinstrinu og það styrktist dag frá degi.

Þá lét Trump einnig hafa eftir sér á dögunum að innflytjendur væru „að spilla blóði Bandaríkjanna“ og benti Biden einnig á þá orðræðu sem dæmi um orðræðu sem gæti hafa heyrst í Þýskalandi á fjórða áratug síðustu aldar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“