fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Joe Biden líkir tali Donald Trump við orðræðu nasista

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 17:30

Færði Biden Trump gjöf með þessu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, líkti orðræðu Donald Trump, fyrrverandi forseta, við orðræðu nasista þegar hann ávarpaði fjársterka stuðningsmenn sína síðastliðinn þriðjudag. Trump sækist nú eftir útnefningu Repúblikana sem næsta forsetaefni flokksins og fullyrti Biden að ef hann yrði kosinn forseti myndi hann nýta vald embættisins til að ná sér niður á andstæðingum sínum.

Biden tiltók sérstaklega orðræðu Trump um að kalla pólitíska andstæðinga sína „meindýr“ sem dæmi um orðræðu sem væri á pari við orðræðu nasista á sínum tíma.

Í nýlegri ræðu á kosningafundi sagði Trump: „Við munum svæla kommúnistana út, marxistana, fastistana og öfgavinstrið sem lifa eins og meindýr í samfélagi okkar.“ Sagði Trump að hin raunverulega ógn við bandarískt samfélag kæmi ekki frá öfgahægrinu heldur öfgavinstrinu og það styrktist dag frá degi.

Þá lét Trump einnig hafa eftir sér á dögunum að innflytjendur væru „að spilla blóði Bandaríkjanna“ og benti Biden einnig á þá orðræðu sem dæmi um orðræðu sem gæti hafa heyrst í Þýskalandi á fjórða áratug síðustu aldar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast