fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Þora ekki að mæta í jarðarför goðsagnarinnar

433
Mánudaginn 13. nóvember 2023 10:30

Joel Glazer og Avram Glazer / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glazer-fjölskyldan, eigendur enska stórliðsins Manchester United, mun ekki vera viðstödd útför Sir Bobby Charlton sem lést fyrir skemmstu, 86 ára að aldri.

Bobby Charlton er mikil goðsögn hjá félaginu eftir að hafa spilað með því í sautján ár og er hann af mörgum talinn einn besti leikmaður í sögu félagsins. Hann var valinn besti leikmaður heims árið 1966 en það ár vann hann fyrsta og eina heimsmeistaratitil Englendinga til þessa.

The Sun greinir frá því að eigendur United verði að líkindum ekki viðstaddir útförina af ótta við öryggi sitt. Eru þeir sagðir óttast að stuðningsmenn Manchester United láti þá finna fyrir því vegna eignarhalds þeirra á félaginu.

Glazer-fjölskyldan er afar umdeilt en United hefur verið í söluferli undanfarna mánuði en ekki er útlit fyrir að Glazer-fjölskyldan selji allt félagið.

Í umfjöllun The Sun kemur fram að ef fulltrúi félagsins mætir í útförina verði það að líkindum Joel Glazer sem myndi þá koma einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Í gær

Gylfi Þór gerir upp kjaftasögu sumarsins – „Hann hló af þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir“

Gylfi Þór gerir upp kjaftasögu sumarsins – „Hann hló af þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir“
433Sport
Í gær

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar