fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Úkraína stefnir í nýja og erfiða krísu sem getur haft áhrif á alla Evrópubúa

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. nóvember 2023 18:00

Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sama tíma og úkraínskar hersveitir standa í harðri baráttu við rússneska innrásarliðið hafa úkraínsk yfirvöld sent frá sér neyðarkall vegna annars vanda sem að steðjar. Það snýst um risastórt gat ríkissjóð en hann vantar gríðarlegar háar fjárhæðir til að geta haldið samfélaginu gangandi.

Serhiy Marchenko, fjármálaráðherra, segir að eftir einn mánuð verði fjárhagsaðstoð ESB við Úkraínu uppurinn og þá blasi alvarlegur efnahagsvandi við landinu og muni hann hafa miklar afleiðingar fyrir alla Evrópu. Vesturlönd verði að bregðast hratt við og styðja fjárhagslega við Úkraínu.

Það þarf að fylla upp í fjárlagagat upp á 29 milljarða dollara í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í samtali við Politico sagði hann að efnahagskreppa verði mjög alvarleg og ekki aðeins fyrir Úkraínu, heldur fyrir alla Evrópu. Hún geti leitt til hærra matvælaverðs sem og hærra orkuverðs og fjármálaóstöðugleika.

Hann sagði að rúmlega helmingur áætlaðra útgjalda ríkisins á næsta ári sé eyrnamerktur stríðsrekstrinum og því sé landið háð samstarfsaðilum sínum.

Í heildina hefur Úkraína þörf fyrir 43 milljarða dollara í efnahagsaðstoð á næsta ári. Nú þegar er landið búið að tryggja sér um 14 milljarða frá meðal annars Bretlandi, Japan og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. En það er vaxandi óvissa um stuðning frá ESB og Bandaríkjunum en þetta hafa veirð stærstu styrktaraðilar Úkraínu síðan stríðið hófst, bæði fjárhagslega og hernaðarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Í gær

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Í gær

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“