fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Rapyd og HSÍ gera samstarfssamning – Ætla að styrkja 10 efnilega leikmenn um 700 þúsund krónur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. nóvember 2023 14:07

Garðar Stefánsson, forstjóri Rapyd Europe, og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, handsala samninginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapyd hefur gert samstarfssamning við HSÍ um að styrkja íslenskan handbolta. Hluti af samstarfinu felst í styrktarverkefninu Stoðsending Rapyd sem er ætlað  að styðja við 10 framúrskarandi unga leikmenn á aldrinum 16 til 21 árs og gefa þeim þannig kost á að efla sig á vettvangi handboltaíþróttarinnar. Hver styrkþegi mun hljóta styrk að fjárhæð 700 þúsund krónur.

Auglýst er eftir umsóknum sem lýsa árangri viðkomandi leikmanns á handboltavellinum, námsárangri og framlagi til nærumhverfis hvers og eins. Umsóknarfrestur er til 5. desember 2023.

Garðar Stefánsson forstjóri Rapyd Europe lýsir ánægju sinni með samstarfið: „Samstarf okkar við HSÍ er meira en bara styrkur til sambandsins. Rapyd ætlar að styrkja ungt afreksfólk í handbolta. Með því að styðja þessa ungu íþróttamenn erum við að fjárfesta í framtíð íslensks handbolta og þar með í framtíð Íslands.“

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ bætti við: „Samstarf okkar og Rapyd markar mikilvæg tímamót fyrir íslenskar íþróttir. Stuðningur Rapyd, bæði við landslið okkar og næstu kynslóð afreksfólks, er ótvírætt merki um hollustu fyrirtækisins við íslensku hefðina sem markast af teymisvinnu, þrautseigju og viljanum til að skara framúr.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast