fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

13 kvenna ísraelsk herdeild felldi 100 Hamasliða

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. október 2023 04:10

Ísraelskar herkonur við störf. Mynd:Ísraelski herinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelsk herdeild, sem samanstendur af 13 konum, felldi um 100 hryðjuverkamenn úr röðum Hamas í 14 klukkustunda skotbardaga á suðurhluta Gaza þann 7. október síðastliðinn.

Or Ben-Yehuda, lautinant deildarinnar, sagði liðskonunum að „vera á varðbergi“ þegar þær héldu í átt að samyrkjubúinu Sufa í kjölfar frétta af því að þungvopnaðir hryðjuverkamenn væru þar. „Við ætlum að gera út af við þessa hryðjuverkamenn. Þeir hafa ráðist inn í Ísrael og eru að dreifa sér. Verið á varðbergi því við gætum rekist á þá. Við erum sterk herdeild,“ sagði hún að sögn The Sun.

Þegar þær komu að herstöð nærri samyrkjubúinu höfðu Hamasliðar ráðist á hana og tekið rúmlega 50 hermenn til fanga.

Þegar konurnar 13 nálguðust herstöðina gerðu 50 þungvopnaðir Hamasliðar árás á þær. Daily Mail segir að Or Ben-Yehuda hafi staðið augliti til auglits við einn þeirra og skotið hann til bana af stuttu færi.

Foringi annarrar herdeildar kom á vettvang og lagði til að ráðist yrði á bygginguna þar sem hryðjuverkamennirnir héldu sig en Ben-Yehuda neitaði því þar sem hún vildi ekki stofna lífi gíslanna í hættu. Þess í stað beindi hún aðgerðum herdeildarinnar að hryðjuverkamönnum sem voru úti á víðavangi og dreifðir um herstöðina.

Næstu fjórar klukkustundirnar börðust konurnar við hryðjuverkamennina en þá fengu þær liðsauka frá sérsveit sjóhersins. Eftir fjórtán klukkustunda bardaga tókst þeim að ná fullum yfirráðum yfir herstöðinni.

Ben-Yehuda sagði að þetta sanni að „engar efasemdir séu um kvenhermenn“ og hrósaði liðskonum sínum fyrir að hafa borið sigur úr býtum og fellt um 100 hryðjuverkamenn og þar með bjargað lífi  fjölda fólks.

Um 50.000 konur gegna herþjónustu í Ísrael og um 150.000 karlmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast