fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Stjórnarformaður rússnesks olíufélags lést nýlega – Forveri hans „datt út um glugga“ fyrir ári

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. október 2023 07:00

Vladimir Nekrasvo.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Nekrasvo, stjórnarformaður rússneska olíufélagsins Lukoil LKOH, lést nýlega. Hann var 66 ára.

Lukoil tilkynnti um andlátið. Hann hafði starfað í olíu- og gasiðnaðinum í tæplega hálfa öld.

Sky News segir að Lukoil hafi ekki viljað tjá sig nánar um andlátið.

Í september á síðasta ári lést Ravil Maganov, forveri hans í stjórnarformannsstólnum, þegar hann „datt út um glugga“ á sjúkrahúsi í Moskvu. Margir telja að honum hafi verið „hjálpað“ við að detta út um gluggann því Lukoil hafði tekið afstöðu gegn innrásinni í Úkraínu. Yfirlýsing félagsins þar um er enn á heimasíðu þess.

Andlát Nekrasov vekur upp vangaveltur um hvort brögð hafi verið í tafli og það hafi jafnvel ekki borið að með eðlilegum hætti. Það er vel þekkt að útsendarar Vladímír Pútíns, forseta, hafa komið við sögu í morðum og morðtilræðum við fólk sem hefur verið forsetanum þyrnir í augum.

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa á þriðja tug framámanna í rússnesku viðskiptalífi látist, flestir við dularfullar kringumstæður. Meðal annars eru dæmi um menn sem hafa „dottið“ út um glugga eða niður stiga og kringumstæður nokkurra „sjálfsvíga“ hafa þótt ansi undarlegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”