fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Nú hefur Google lokað þessu – Vekur áhyggjur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. október 2023 08:30

Google Maps. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netrisinn Google hefur nú lokað algjörlega fyrir rauntíma uppfærslur varðandi umferð á kortunum í Google Maps fyrir Ísrael og Gaza. Var þetta gert eftir að beiðni þar um barst frá ísraelska hernum.

Gizmodo segir að ísraelski herinn vilji með þessu vernda íbúa nærri Gaza áður en til landhernaðar kemur. Ekki kemur fram hvernig þetta verndar íbúana.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Google grípur til aðgerða af þessu tagi því fyrirtækið gerði það sama skömmu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu.

Talsmaður Google sagði í samtali við Gizmodo að eins og fyrirtækið hafi áður gert á átakasvæðum hafi það tímabundið lokað fyrir rauntímaupplýsingar um umferð vegna öryggis þeirra sem búa á átakasvæðunum.

Umferðarupplýsingar Google Maps geta komið upp um hreyfingar ísraelska hersins og hvort margt fólk sé samankomið á einhverjum stöðum.

Umferðarappið Waze hefur einnig lokað fyrir þjónusta sína á svæðinu og segir það gert til að tryggja öryggi fólks. Appið virkar þó að sögn á öðrum svæðum í Ísrael, til dæmis Tel Aviv.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin