fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Hryðjuverkamaðurinn í Brussel hafði ferðast vítt og breitt um Evrópu árum saman og notað ýmis nöfn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. október 2023 10:00

Maðurinn myrti tvo sænska knattspyrnuáhugamenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

45 ára maður frá Túnis myrti tvo Svía í Brussel á mánudagskvöldið. Hann var síðan skotinn til bana af belgísku lögreglunni. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að maðurinn virðist hafa ferðast vítt og breitt um Evrópu árum saman og hafi notað hin ýmsu nöfn á þessum tíma. Auk þess höfðu sjónir sænsku og belgísku lögreglunnar beinst að manninum.

Eins og áður sagði var maðurinn frá Túnis. Þar hafði hann hlotið dóma fyrir líkamsárás og ofbeldisverk.

Samkvæmt heimildum innan ítalska stjórnkerfisins flúði maðurinn frá Túnis til Ítalíu 2011 og eftir það notaðist hann við hin ýmsu nöfn á ferð sinni um fjölda Evrópuríkja.

Í Belgíu var hann grunaður um að stunda mansal og hafði komið við sögu hjá lögreglunni að sögn BBC. Lögreglan ætlaði að handataka hann og yfirheyra í september en tókst ekki að finna hann.

Lögreglan hafði ekki tengt hann við öfgahyggju áður en hann myrti Svíana á götu úti og særði þann þriðja.

Yfirvöld segja að svo virðist sem mennirnir hafi verið myrtir af þeirri ástæðu einni að þeir voru sænskir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma