fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Aukin hryðjuverkaógn í Evrópu vegna stríðs Hamas og Ísraels

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. október 2023 07:00

Sprengjum hefur rignt yfir Gaza síðustu mánuði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með nokkurra daga millibili voru hryðjuverk framin í Frakklandi og Belgíu. Þar voru öfgasinnaðir íslamistar að verki. Þetta hefur vakið upp áhyggjur af nýrri hryðjuverkabylgju í álfunni. Forseti ESB og sérfræðingur í málefnum hryðjuverkasamtaka segja að stríð Hamas og Ísraels auki hættuna á öfgahyggju og hryðjuverkum í Evrópu.

Þrátt fyrir að morðin á tveimur Svíum í Brussel á mánudaginn og morðið á frönskum kennara á föstudaginn tengist stríði Hamas og Ísraels ekki beint þá segja margir sérfræðingar að hætta sé á fleiri hryðjuverkum og aukinni öfgahyggju. Ástæðan er hin mikla spenna og hatur sem fylgir stríðinu og fréttum af miklu mannfalli meðal almennra borgara.

Charles Michel, forseti ESB, sendi leiðtogum ESB-ríkjanna bréf á þriðjudaginn þar sem hann sagði að stríð Hamas og Ísraels geti haft miklar afleiðingar fyrir öryggið í ESB. Hann skrifaði meðal annars að ef aðgát sé ekki sýnd, þá geti stríðið hugsanlega aukið spennuna í samfélaginu og kynt undir öfgahyggju.

Magnus Ranstorp, sem er sérfræðingur í málefnum hryðjuverkasamtaka og kennir við sænska varnarmálaskólann, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að það sé raunveruleg hætta á nýjum hryðjuverkum í Evrópu vegna stríðs Ísraels og Hamas.

Hann sagði að stríðið geti haft miklar afleiðingar í Evrópu. Átök Ísraels og Hamas séu einu átökin sem geti kveikt reiði, óróleika og snúið öllu á hvolf meðal allra íslamista og múslima, þetta eigi einnig við í Evrópu.

Hann sagði að hatur margra múslima og íslamista í garð Ísrael eigi rætur í gyðingahatri og það skipti engu hvað Hamas geri Ísrael, samtökin fái alltaf stuðing frá þessum hópi.

Hann benti einnig á að hætta stafi af öfgahópum sem styðja Ísrael í stríðinu gegn Hamas. Sú mikla spenna sem ríki geti leitt til þess að öfgahægrimenn fremji hryðjuverk sem beinast gegn múslimum og um leið geti íslamsfóbía aukist í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum
Fréttir
Í gær

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box
Fréttir
Í gær

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar