fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Nýjar vendingar í hryðjuverkamálinu í Brussel – Maðurinn hafði dvalið í Svíþjóð

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. október 2023 11:45

Maðurinn myrti tvo sænska knattspyrnuáhugamenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem skaut tvo stuðningsmenn sænska karlalandsliðsins í knattspyrnu til bana í Brussel í gærkvöldi og særði þann þriðja alvarlega virðist hafa gert Svía að sérstöku skotmarki áður en hann lét til skarar skríða.

Þetta kom fram í máli Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á blaðamannafundi í morgun.

„Allt bendir til þess að þetta hafi verið hryðjuverkaárás sem var beint að Svíþjóð og Svíum,“ sagði hann.

Árásarmaðurinn, sem hét Abdesalam L. samkvæmt belgískum fjölmiðlum, var felldur í umfangsmiklum aðgerðum belgísku lögreglunnar í nótt. Maðurinn notaði AR-15 árásarriffil í voðaverkinu.

Árásin í gærkvöldi náðist á myndband sem dreift hefur verið um samfélagsmiðla. Á því sést árásarmaðurinn elta stuðningsmann og skjóta hann ítrekað. Í myndbandi sem maðurinn birti sjálfur eftir ódæðið sagðist hann hafa tengsl við ISIS-hryðjuverkasamtökin.

Ulf sagði á blaðamannafundi að maðurinn hafi dvalið í Svíþjóð „í nokkur skipti“ og þá hafi hann ákveðin tengsl við Svíþjóð. Ulf sagði að sænska lögreglan hefði þó ekki haft nein afskipti af honum áður.

„Við erum að ganga í gegnum dimma tíma núna,“ sagði Ulf á blaðamannafundinum og bætti við að viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefði verið hækkað fyrr á þessu ári, einmitt vegna ótta við árás eins og framin var í gærkvöldi.

Nöfn og aldur þeirra sem myrtir voru í árásinni í gærkvöldi hafa ekki verið gerð opinber. Í frétt Aftonbladet kemur fram að annar hinna myrtu hafi verið búsettur í Sviss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast