fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fókus

Húðlæknir varar við – Getur verið lífshættulegt ef þú þrífur þig ekki almennilega á þessum stöðum

Fókus
Sunnudaginn 15. október 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gríðarlega mikilvægt að þrífa sig almennilega í sturtu, annars gætirðu fengið lífshættulega sýkingu. Þetta segir húðlæknirinn Lindsey Zubritsky.

Hún nýtur mikilla vinsælda á TikTok, með yfir milljón fylgjendur og kallar sig Dermguru á miðlinum.

Á bak við eyrun

Ef þú finnur að það er eitthvað á bak við eyrun eða það er einhver lykt þarna, þá þarftu að þrífa þarna oftar.

Naflinn

Þetta er svæði þar sem safnast sviti, dauðar húðfrumur, olíur, baktería og fleira sem getur orsakað útferð og sýkingu. Það getur einnig myndast „omphalolith“ betur þekkt sem „naflasteinn“ (e. naval stone).

Neglurnar

Þegar þú ert í sturtu þá þarftu að þrífa þig undir nöglunum með bursta til að losna við alla drulluna.

@dermguru Think twice next time you take a shower #showertok #skintips #hygienetips #dermguru #staph #mrsa #skininfection #folliculitis #dermexplains#greenscreen ♬ Quirky – Oleg Kirilkov

Lindsey sagði að þessir þrjú svæði eru algeng svæði fyrir MÓSA-sýkingar (e. MRSA) og þess vegna mjög mikilvægt að þrífa þau vel.

Á vef Landspítalans stendur:

„Það eru ýmis konar sýklar á mannslíkamanum og í umhverfinu. Bakterían Staphylococcus aureus er ein af þeim og um þriðji hver maður ber hana án einkenna, þ.e. sem hluta af sinni flóru. Oftast ber fólk bakteríuna í nefi eða á húð en eins og aðrir sýklar getur hún valdið sýkingum ef hún berst í sár eða viðkvæma einstaklinga.

Methicillin ónæmir Staphylococcus aureus, þ.e. MÓSA, eru stofnar bakteríunnar sem eru ónæmir fyrir hefðbundnum sýklalyfjum og oft öðrum sýklalyfjum að auki. MÓSA getur einnig valdið sýkingum sem eru misalvarlegar, allt frá einföldum húðsýkingum til lífshættulegra blóðsýkinga. Að bera MÓSA bakteríuna án einkenna kallast að vera MÓSA sýklaður.“

Almennar aðgerðir til að hefta dreifingu MÓSA er gott líkamlegt hreinlæti og tíð handhreinsun með vatni og sápu eða handspritti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum