fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Eyjan

Vilja að sjálfboðaliðar fái skattafslátt vegna starfa sinna

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 9. október 2023 15:07

Mynd: landsbjorg.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tólf þingmenn Pírata og Flokks fólksins leggja til að vinna við sjálfboðaliðastörf verði frádráttarbær frá skatti. Samkvæmt frumvarpinu getur einstaklingur sem tekur þátt í sjálfboðastarfi á vegum lögaðila sem skráður er í almannaheillaskrá hjá Skattinum dregið frá 675 kr. fyrir hverja klukkustund sem hann ver í sjálfboðastarfi til almannaheilla. Til sjálfboðastarfs telst þjálfun, þátttaka í æfingum og námskeiðum og útköll á vegum lögaðilans.

Skattafsláttur sjálfboðaliða er að hámarki 500.000 kr. ár hvert og er ekki millifæranlegur á milli hjóna eða sambúðarfólks.

Samkvæmt frumvarpinu ber lögaðilanum við lok hvers árs að veita Skattinum upplýsingar um þann tímafjölda sem hver einstaklingur hefur það ár varið í sjálfboðastarf á hans vegum.

Þingmennirnir leggja jafnframt til að endurgreiða skuli einstaklingum virðisaukaskatt af kaupum á björgunarbúnaði sem ætlaður er fyrir starfsemi björgunarsveita. Endurgreiðslan skal gerð á grundvelli framlagðra reikninga. 

Í greinargerð með frumvarpinu sem nú er endurflutt frá fyrra þingi kemur fram að að björgunarsveitir landsins vinni þróttmikið starf í þágu þjóðar, félagar þeirra búi yfir gríðarlegri sérþekkingu og mikilvægt sé að hlúa að því góða starfi. Einnig er bent á að álag á björgunarsveitir hefur aukist töluvert undanfarin ár vegna stóraukins fjölda ferðamanna. Auk þess hafi hlutverk mannúðar og líknarstarfsemi aukist jafnt og þétt undanfarin ár.

Mynd: landsbjorg.is

Nýliðun félaga erfið

Jafnframt er komið inn á að síðustu ár hafi verið erfiðara fyrir björgunarsveitir og önnur samtök sem vinna í þágu almannaheilla að afla nýrra sjálfboðaliða sem og að halda sjálfboðaliðum virkum. Kostnaður sjálfboðaliða hækki jafnframt, svo sem vegna búnaðar, þátttöku á æfingum og fleira. 

Frumvarpinu sé ætlað að koma til móts við þennan kostnað sjálfboðaliða og þar með hvetja fólk til þess að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi til almannaheilla. 

Mynd: landsbjorg.is

Vel haldið utan um tímaskráningar

Flutningsmönnum þykir réttara að útfæra endurgreiðslu til sjálfboðaliða í formi skattafsláttar frekar en í formi beinna launagreiðslna. Benda þeir á að samtök sem starfa í þágu almannaheilla haldi vel utan um þátttöku á æfingum og aðgerðum í gegnum svokallaðan aðgerðagrunn. Þannig ætti að vera unnt að afla tímaskýrslna með einföldum hætti í lok hvers árs.

Þingmennirnir tólf eru  Gísli Rafn Ólafsson, Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Lenya Rún Taha Karim og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmenn Pírata, og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Inga Sæland, Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, þingmenn Flokks fólksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!