fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

100 milljóna kostnaður við að flytja úrgang ferðamanna frá Þingvöllum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. október 2023 09:00

Frá Þingvöllum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt að 100 milljónir kostar að flytja úrgang úr ferðamönnum frá Þingvöllum til höfuðborgarinnar á þessu ári. Mikill ferðamannastraumur er til Þingvalla og þurfa þessir ferðamenn margir hverjir að nota salernisaðstöðuna þar. Það sem þeir skilja eftir sig þarf að flytja til Reykjavíkur þar sem því er dælt í hreinsistöð við Sundahöfn.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Einari Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsverði, að þegar sprenging varð í fjölda ferðamanna 2012 til 2014 hafi komi í ljós að þáverandi salernisaðstaða og tilheyrandi skólplausnir dugðu ekki til. Mjög strangar reglur gilda um fráveitu á Þingvöllum og var hreinsistöð reist með ærnum tilkostnaði fyrir þann tíma. En hún annaði ekki þessari fjölgun ferðamanna og því var farið að dæla úr henni reglulega.

Eins og fyrr sagði er úrgangurinn fluttur til Reykjavíkur og hlýst töluverður kostnaður af þessu enda margir ferðamenn sem heimsækja Þingvelli. Nemur kostnaðurinn allt að 100 milljónum á þessu ári.

Einar sagði að teljarar séu á salernunum og því sé vitað hversu margir nýta sér þau og segja megi að tæplega 80% þeirra ferðamanna sem koma á Þingvelli nýti sér salernin. „Það eru um 6-700 þúsund sem hafa farið á 40 salerni bara í sumar innan þinghelginnar,“ sagði hann.

Verið er að greina hvaða kostir eru í stöðunni en ljóst er að kostnaðurinn við að leysa fráveitumálin í þjóðgarðinum verður mikill, mun hlaupa á mörg hundruð milljónum króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast