fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

100 milljóna kostnaður við að flytja úrgang ferðamanna frá Þingvöllum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. október 2023 09:00

Frá Þingvöllum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt að 100 milljónir kostar að flytja úrgang úr ferðamönnum frá Þingvöllum til höfuðborgarinnar á þessu ári. Mikill ferðamannastraumur er til Þingvalla og þurfa þessir ferðamenn margir hverjir að nota salernisaðstöðuna þar. Það sem þeir skilja eftir sig þarf að flytja til Reykjavíkur þar sem því er dælt í hreinsistöð við Sundahöfn.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Einari Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsverði, að þegar sprenging varð í fjölda ferðamanna 2012 til 2014 hafi komi í ljós að þáverandi salernisaðstaða og tilheyrandi skólplausnir dugðu ekki til. Mjög strangar reglur gilda um fráveitu á Þingvöllum og var hreinsistöð reist með ærnum tilkostnaði fyrir þann tíma. En hún annaði ekki þessari fjölgun ferðamanna og því var farið að dæla úr henni reglulega.

Eins og fyrr sagði er úrgangurinn fluttur til Reykjavíkur og hlýst töluverður kostnaður af þessu enda margir ferðamenn sem heimsækja Þingvelli. Nemur kostnaðurinn allt að 100 milljónum á þessu ári.

Einar sagði að teljarar séu á salernunum og því sé vitað hversu margir nýta sér þau og segja megi að tæplega 80% þeirra ferðamanna sem koma á Þingvelli nýti sér salernin. „Það eru um 6-700 þúsund sem hafa farið á 40 salerni bara í sumar innan þinghelginnar,“ sagði hann.

Verið er að greina hvaða kostir eru í stöðunni en ljóst er að kostnaðurinn við að leysa fráveitumálin í þjóðgarðinum verður mikill, mun hlaupa á mörg hundruð milljónum króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf
Fréttir
Í gær

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“