fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Fundur „hins gráhærða“ og Pútíns vekur athygli – Hann vill senda skýr skilaboð

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. október 2023 04:04

Pútín og Andrei Troshev á umræddum fundi. Mynd: Rússneska forsetaembættið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrei Troshev ber marga titla og er með langa ferilskrá. Hann er fyrrum ofursti í rússneska hernum og fékk orður fyrir framgöngu sína í Afganistan, Téteníu og Sýrlandi. Nú hefur hann fengið nýtt verkefni í hendurnar, beint frá Vladímír Pútín.

Rússneskar ríkissjónvarpsstöðvar sýndu í síðustu viku myndir frá fundi Pútíns með Troshev þar sem þeir ræddu nýtt hlutverk hans hjá varnarmálaráðuneytinu.

Niklas Rendeboe, sérfræðingur í málefnum Wagner-hópsins og sérfræðingur hjá danska varnarmálaskólanum, sagði í samtali við TV2 að á fundinum hafi Pútin gert Troshev að yfirmanni þess verkefni ráðuneytisins sem snýst um að fá sjálfboðaliða til að ganga til liðs við herinn. Ef honum takist að fá sjálfboðaliða til að ganga til liðs við herinn geti það skipt miklu máli fyrir Rússa.

Troshev gekk í herinn þegar hann lauk menntaskólanámi. Hann vann sig upp innan hersins og endaði með að vera ofursti. Hann tók þátt í stríðunum í Afganistan og Téteníu og eftir því sem árin færðust yfir hann fékk hann viðurnefnið „hinn gráhærði“.

Hann fékk mikilvægt hlutverk 2014 þegar Wagner-hópurinn var stofnaður. Rendboe sagði að upplagt hafi verið að hafa hann með því hann hafi verið góður hermaður og það hafi Wagner haft þörf fyrir.

Hann var meðlimur í Wagner-hópnum þegar Yevgeny Prigozhin, þáverandi leiðtogi hans og eigandi, gerði uppreisn í sumar. Rendboe sagði að margt hafi komið fram sem bendi til að Troshev hafi ekki verið ánægður með uppreisnina og að sögur hermi að hann hafi verið varnarmálaráðuneytinu trúr. Þetta endaði með að honum var hent út úr Wagner-hópnum.

Fimm dögum eftir uppreisnina var tilkynnt að Troshev ætti að stjórna Wagner-hópnum í Úkraínu og nú hefur honum einnig verið falið að fá menn til að ganga sjálfviljugir til liðs við rússneska herinn.

Rendboe sagði að talið sé að Troshev þekki hermennina sem þetta snýst um og hann þekkir Wagner-hópinn vel.

Pútín benti einmitt á þetta í sjónvarpinu: „Þú þekkir nú þegar þau vandamál sem þarf að leysa svo bardagarnir geti haldið áfram á sem bestan og áhrifamestan hátt,“ sagði Pútín. Með þessu hafi Pútín sent ákveðin skilaboð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi
Fréttir
Í gær

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“