fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Hryllingur á Glerártorgi – Ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þar sem hamri var beitt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. október 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 5. október, þ.e. næsta fimmtudag, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra mál sem Héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur tveimur ungum mönnum sem ákærðir eru fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, rán og eignaspjöll, með því að hafa í félagi, sunnudagskvöldið 21. mars 2021, á bílastæði við verslunarmiðstöðina Glerártorg, veist með ofbeldi að manni sem sat í aftursæti bíls. Þorgeir er sagður hafa slegið manninn í höfuðið með 30 sm löngum hamri sem vóg tæp hálft kíló.

Annar er sagður hafa slegið manninn ítrekað í höfuðið og tekið af honum Gucci-belti. Hinn maðurinn hafi síðan barið ítrekað í bílinn með hamrinum með þeim afleiðingum að bíllinn beyglaðist, lakk skemmdist, rúða á afturhlera brotnaði, sem og rúða við farþegasæti aftur í, vinstra megin.

Árásarþolinn hlaut 2,3 sm langan skurð fyrir ofan enni hægra megin og þreyfieymsli þar í kring. Hann fékk einnig 1 sm langan skurð fyrir ofan hægri augabrún og þreyfieymsli um hálshrygg.

Héraðssaksóknari krefst þess að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls kostnaðar.

Árásarþolinn krefst þess að annar mannanna verði dæmdur til að greiða honum 750 þúsund krónur í skaðabætur og að hinn greiði honum 1,2 milljónir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin