fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Hvernig mun NATO bregðast við ef rússnesk flugskeyti lenda í Póllandi?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. október 2023 16:00

Herþota frá NATO. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig mun NATO bregðast við ef rússnesk flugskeyti lenda í Póllandi? Þessari spurningu var varpað fram nýlega á vef Sky News og var hernaðarsérfræðingurinn Sean Bell til svara.

Hann benti á að nú þegar stríð geisar í Evrópu, við landamæri NATO, sé mikil hætta á að einhver misreikni sig eða geri mistök sem geti leitt til þess að stríðið stigmagnist á hættulegan hátt.

Í nóvember lenti flugskeyti á pólsku landsvæði, við þorpið Przewodow, nærri úkraínsku landamærunum og varð tveimur að bana.

Fyrr í september sögðu úkraínsk yfirvöld að rússneskur dróni hefði sprungið yfir rúmensku landi en því neituðu rúmensk yfirvöld á þeim tíma. Síðar kom í ljós að rússneskur dróni hafði í raun brotlent í Rúmeníu sem er aðildarríki NATO.

Bell benti á að báðir þessir atburðir hefðu hugsanlega getað kallað á viðbrögð NATO.

Því næst benti hann á að hernaðarmáttur Rússa hafi beðið mikinn hnekk eftir ólöglega innrás þeirra í Úkraínu. Þeir hafi misst rúmlega 2.000 skriðdreka, séu háðir Írönum um dróna og verði að semja við Norður-Kóreu til að fá fallbyssuskot. Það sé því ljóst að eitt það síðasta sem Rússar vilja nú sé að lenda í beinum útistöðum við NATO.

Einnig sé rétt að benda á að þrátt fyrir að brak úr rússneskum flugskeytum hrapi til jarðar á landsvæði NATO, þýði það ekki að Rússar hafi meðvitað miðað á NATO, ef þeir ætluðu að gera það myndu þeir velja mikilvægari skotmörk. En Rússar eigi á hættu að mistök eigi sér stað þegar þeir gera árásir svo nærri landsvæði NATO.

„Hins vegar, ef Rússar væru nægilega heimskir til að skjóta á mikilvæg skotmörk hjá NATO, myndi það kalla á mjög hörð viðbrögð og öflugt hernaðarlegt svar,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Í gær

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið