Newcastle 1 – 0 Brentford
1-0 Callum Wilson(’64, víti)
Newcastle vann lokaleikinn í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Brentford á heimavelli sínum, St James’ Park.
Newcastle var betri aðilinn í þessum leik en eina markið var skorað af vítapunktinum í seinni hálfleik.
Callum Wilson fékk það verkefni að skora af punktinum og tókst það þegar 64 mínútur voru komnar á klukkuna.
Leikurinn var engin frábær skemmtun en Newcastle átti sigurinn skilið og fær verðskulduð þrjú stig.