Erik ten Hag stjóri Manchester United þarf að leysa stórt vandamál í janúar þegar Andre Onana missir af fjölda leikja.
Kamerún er búið að tryggja sinn á Afríkumótið sem fram fer í janúar.
Onana var hættur í landsliðinu þegar hann samdi við Manchester United í sumar en ákvað að mæta aftur nú í september.
Liðið tryggði sér miða inn á mótið og því fer Onana að öllum líkindum þangað. Ef Kamerún vegnar vel missir Onana af sjö leikjum með United.
Fleiri lið eru í sömu stöðu en Mohamed Salah og fleiri stjörnur í ensku deildinni eru væntanlegir á mótið í janúar.