fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

WHO hefur áhyggjur af þróun COVID-19 – Ný alheimsbylgja hafin

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. september 2023 07:00

Kórónuveiran kom fyrst fram í Wuhan í Kína. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur áhyggjur af þróun mála hvað varðar heimsfaraldur COVID-19 í vetur. Í síðasta mánuði sagði stofnunin að skráðum smitum hafi fjölgað um 38%. Einnig hafa innlagnir á gjörgæsludeildir færst í aukana víða um Evrópu.

En þetta þýðir ekki að gripið verði aftur til sóttvarnaaðgerða á borð við fjarlægðakröfur, grímuskyldu eða ferðatakmarkanir.

Aukningin í smitum er mikið, prósentulega séð, en upphafspunkturinn er ekki hár. Þá er það víðast hvar svo að það ómikronafbrigði, sem ræður ríkjum, er frekar milt þrátt fyrir að vera bráðsmitandi.

En samt sem áður hefur WHO áhyggjur af þróun mála sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, á fréttamannafundi fyrir helgi.

Auk fjölgunar á innlögnum í Evrópu, þá fer dauðsföllum af völdum COVID-19 fjölgandi í Miðausturlöndum og Asíu.

Þróunin hefur orðið til þess að í Þýskalandi er rætt um hvort taka eigi upp kröfur um notkun andlitsgríma á ákveðnum stöðum.

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin CDC skýrði frá því að sjúkrahúsinnlögnum af völdum COVID-19 hafi fjölgað um 16% í síðustu viku.

Allt staðfestir þetta eitt: COVID-19 er komið til að vera. Nákvæmlega eins og inflúensan sem kemur alltaf á hverjum vetri. En hversu slæmt ástandið verður í vetur veit WHO ekki alveg. Mörg ríki hafa dregið mjög úr aðgerðum vegna COVID-19 og nú er svo komið að aðeins 43 aðildarríki WHO tilkynna stofnuninni um dauðsföll af völdum COVID-19 og aðeins 20 veita upplýsingar um sjúkrahúsinnlagnir af völdum COVID-19. Gagnagrunnurinn er því orðinn ansi fátæklegur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”