fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Ummæli Zelenskyy geta verið slæmar fréttir fyrir Úkraínu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. september 2023 08:00

Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikill þrýstingur á Úkraínu að sýna fram á góðan árangur með gagnsókninni sem hófst í sumar en mörgum þykir hún hafa gengið mun hægar en vonast var til. Hvað varðar gang stríðsins þá er Volodymyr Zelenskyy, forseti, almennt séð bjartsýnn en hann hefur einnig viðurkennt að sóknin hafi ekki gengið eins hratt og vonast var til. En hann liggur heldur ekki á þeirri skoðun sinni að hann trúir algjörlega á að Úkraína sigri Rússa og hreki þá frá Úkraínu.

En á föstudaginn lét hann ummæli falla sem vekja væntanlega áhyggjur hjá þeim sem styðja Úkraínu. „Stríðið er farið að ganga hægar. Það viðurkennum við,“ sagði Zelenskyy á öryggisráðstefnu í Kyiv.

Ummælin féllu í pallborðsumræðum um framtíð Úkraínu. Framtíð sem er óöruggari en áður vegna þess að gagnsóknin hefur ekki skilað þeim árangri sem marga á Vesturlöndum og í Úkraínu dreymdi um. Að minnsta kosti ekki til þessa.

Frá því að gagnsóknin hófst í júní hefur Úkraínumönnum tekist að endurheimta 108 ferkílómetra lands úr klóm Rússa.

Eftir því sem Zelenskyy sagði þá verður sífellt erfiðara fyrir Úkraínu að ná þeim árangri sem vænst er og eru ástæðurnar fyrir því margar að hans sögn. Hann sagði að allir ferlar hafi hægt á sér og séu að verða erfiðari, þetta eigi við um allt frá refsiaðgerðum til vopnasendingar.

Hann hefur því áhyggjur af að stríðið verði langvarandi en það mun hafa mikið mannfall í för með sér. Af þeim sökum nýtti hann tækifærið á föstudaginn til að biðla til Vesturlanda um að senda fleiri vopn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness