fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Foreldrar hins tveggja ára Emile rjúfa þögnina – Var þetta hefnd?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. september 2023 04:08

Émile. Mynd: Franska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frönsku hjónin Colomban og Marie upplifðu eina verstu martröð allra foreldra í sumar þegar tveggja ára sonur þeirra, Emile, hvarf þegar hann var í heimsókn hjá afa sínum og ömmu í franska Alpabænum Haut Vernet.

Þrátt fyrir að umfangsmikil leit hafi farið fram að Emile og mikla rannsóknarvinnu lögreglunnar þá fannst hvorki tangur né tetur af honum og lögreglan er á byrjunarreit, hefur ekkert til að vinna út frá.

Foreldrarnir héldu sig utan kastljóss fjölmiðla allt þar til í síðustu viku þegar þau ræddu við tímaritið Famille Chretienne. „Við ímyndum okkur hið versta en við getum ekki annað en haldið í vonina,“ sagði Colomban.

„Stundum hellist yfirþyrmandi sorg og ótti yfir okkur. Við erum örvæntingarfull aðra stundina en síðan fyllumst við von,“ sagði Marie.

Fjölskyldan er mjög trúuð. Þau biðja til guðs um kraftaverk en um leið treysta þau lögreglunni til að standa sig vel í rannsókninni og þakka sjálfboðaliðum fyrir aðstoðina við leitina að Emile.

Nú eru átta vikur síðan Emile hvarf og mörgum spurningum um málið er enn ósvarað.

Rannsókn lögreglunnar er víðtæk og meðal þeirra kenninga sem hún vinnur út frá er að Emile hafi verið rænt og að mannræningjarnir haldi honum á lífi.

Samkvæmt fréttum franskra fjölmiðla er mjög ólíklegt að ókunnugir hafi getað komist inn í þorpið, þar sem afi og amma Emile búa, án þess að til þeirra sæist. Þorpið er við enda botngötu. Það liggur aðeins einn vegur þangað en fræðilega séð er hægt að komast óséður á brott þaðan fótgangandi.

Emile var nýkominn til afa síns og ömmu en þar ætlaði hann að vera í sumarfríinu sínu.

Afinn og amman eru á sextugsaldri og eiga tíu börn og fjölda barnabarna. Margir af frændum hans, synir afa hans og ömmu, eru enn á barnsaldri. Margir þeirra voru á staðnum þegar Emile hvarf.

Það var amman sem hringdi í lögregluna og tilkynnti um hvarf hans. Hún sagði að Emile hafi sofið fram undir klukkan 17. Þegar hún hringdi í lögregluna klukkan 18.12 hafði hún leitað hans í 45 mínútur að sögn Le Parisien.

Örvænting greip um sig í þorpinu þegar fréttist af hvarfi Emile og allir þorpsbúar fóru til leitar. Vonast var til að hann fyndist áður en nóttin skylli á, en svo fór ekki.

Málið varð sífellt dularfyllra eftir því sem dagarnir liður. Um 800 manns tóku þátt í leitinni og bestu sporhundar Frakklands voru fluttir til þorpsins til að aðstoða við leitina. Þeir eru sagðir hafa rekið slóð Emile að ákveðnum stað um 50 metra frá heimili afa hans og ömmu. Þar virðist slóðin hafa horfið. Það var eins og Emile hafi verið lyft upp þar og ekki settur niður á nýjan leik.

Í upphafi var sú kenning sett fram að ránfugl hefði tekið hann. En sérfræðingar segja að konungsörn, sem heldur sig á þessu svæði, geti ekki lyft 10-20 kílóum en talið er að það sé þyngd Emile.

Önnur kenning lögreglunnar er kölluð „fjölskyldusporið“. Framan af fengust litlar upplýsingar um hvað þessi kenning gengur út á en að undanförnu hafa ákveðnar upplýsingar um það lekið út.

BFM segir að faðir Emile, Colomban, hafi verið handtekinn 2018 fyrir ofbeldi gegn pari af afrískum uppruna. Hann var ekki dæmdur.

Franskir fjölmiðlar segja að hann hafi verið félagi í öfgahægrisamtökunum Social Bastion þegar hann var við nám í verkfræði. Samtökin voru bönnuð 2019.

2021 voru báðir foreldrarnir á félagaskrá samtaka sem tengjast hægripopúlistanum Eric Zemmour.

Lögreglan útilokar ekki að hvarf Emile sé hefnd af pólitískum uppruna, sérstaklega í ljósi þess að reynt var að kveikja í heimili fjölskyldunnar árið 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út