fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Rússar segja DNA-rannsókn staðfesta að Prigozhin sé meðal þeirra sem fórust þegar einkaflugvélin brotlenti

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. ágúst 2023 06:36

Er Prigozhin á líf?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérstök rannsóknarnefnd segist hafa staðfest kjölfar rannsóknar á erfðaefnum að Yevgeny Prigozhin, stofnandi Wagner-hópsins, hafi farist ásamt níu öðrum þegar einkaflugvél brotlenti rétt fyrir utan Moskvu síðastliðinn miðvikudag. Yfirlýsing nefndarinnar birtist á Telegram-síðu hennar en CNN greinir frá.

Segir í yfirlýsingunni að staðfest hafi verið að allir þeir tíu sem voru á lista yfir farþega og áhöfn flugsins hafi farist. Farþegarnir voru alls sjö talsins en áhafnarmeðlimir þrír.

Auk Prigozhin fórust tveir nánir samstarfsmenn hans, Dmitriy Utkin, hans hægri hönd frá upphafi Wagner-hópsins, og Valeriy Chekalov, hans nánasti ráðgjafi.

Í kjölfar tíðinda af brotlendingu flugvélarinnar fóru af stað háværir orðrómar um að Prigozhin hafi ekki verið í vélinni eða hann jafnvel sviðsett slysið sjálfur. Hann hafði til að mynda fengið staðgengla til að breyta nafni sínu í Yevgeny Prigozhin til þess að skapa óvissu um að hann væri á farþegaskrám flugvéla.

Í umfjöllun CNN kemur fram að fréttastofan hafi sótt minningarathöfn um Prigozhin í heimaborg hans St. Pétursborg en þar hafi sumir gestir verið sannfærðir um að Wagner-stjórnandinn væri á lífi og atburðarásin væri liður í ráðabruggi hans.

En hefur ekki verið staðfest hvað var sem grandaði flugvélinni. Líklegast þykir að hún hafi verið skotin niður en þá hefur því einnig verið haldið fram að dulbúin sprengja í vínkassa hafi grandað vélinni.

Flest eru á því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, hafi fyrirspikað árásina enda með horn í síðu Prigozhin eftir skammvina uppreisn málaliðahersins í sumar. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, brást hins vegar reiður við þegar sá orðrómur var borinn undir hann og sagði allt slíkt tal „algjörar lygar“.

Eins og frægt varð minntist Pútín stuttlega á dauða Prigozhin í síðustu viku. Sagði hann hafa verið hæfileikaríkan mann sem þó hefði gert mistök á lífsleiðinni.

Pútín hefur síðan hafist handa við að ná stjórn á málaliðum Wagner-hópsins og krafist þess að þeir sverji stjórnvöldum hollustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Í gær

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár
Fréttir
Í gær

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands
Fréttir
Í gær

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“
Fréttir
Í gær

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Í gær

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“