Paris Saint-Germain er með nokkuð gott pláss á launaskrá sinni eftir að Neymar og Lionel Messi yfirgáfu félagið í sumar.
Neymar yfirgaf PSG fyrr í dag og fékk PSG um 100 milljónir evra fyrir kauða.
Þá peninga ætlar PSG með til Þýskalands og kaupa Randal Kolo Muani framherja Eintracht Frankfurt.
Muani er frá Frakklandi en PSG vill kaupa bestu ungu frönsku leikmennina til sín.
Muani er 24 ára gamall og er PSG itlbúið að lána Hugo Ekitike til Frankfurt til þess að koma skiptunum í gegn.
Það gæti orðið frönsk framlína hjá PSG en þar eru Ousmane Dembele og Kylian Mbappe líklegir til að vera á köntunum.