Jesse Lingard æfir nú með West Ham og gæti félagið samið við hann til skamms tíma.
Sky Sports segir frá þessu.
Lingard er samningslaus eftir að hafa verið hjá Nottingham Forest á síðustu leiktíð. Hann heldur sér í formi með fyrrum liði sínu West Ham.
Kappinn lék með West Ham seinni hluta tímabilsins 2020-2021 og fór á kostum. Hann þekkir því vel til.
Það er alls ekki víst að Lingard skrifi undir samning við West Ham en sem fyrr segir yrði hann þá til skamms tíma.
BREAKING: Jesse Lingard has been training with West Ham United today to keep his fitness up. 🏃 pic.twitter.com/t7ZpO3Q7ae
— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 14, 2023