Joao Cancelo gæti verið á leið til Barcelona. Félagið er að undirbúa tilboð í hann.
Bakvörðurinn er ekki inni í myndinni hjá Pep Guardiola hjá Manchester City og var utan hóps í fyrsta leik tímabilsins gegn Burnley.
Hann var á láni hjá Bayern Munchen seinni hluta síðustu leiktíðar en þýska stórliðið nýtti ekki ákvæði í samningnum til að kaupa hann.
Cancelo fór þvó aftur til City í sumar en ólíklegt er að hann taki tímabilið þar.
Tilboð Barcelona verður á þann veg að félagið mun reyna að fá hann á láni út þessa leiktíð með möguleika á að kaupa hann næsta sumar.
Cancelo er 29 ára gamall og hefur verið á mála hjá City síðan 2019.
Understand Barcelona are set to submit formal bid for João Cancelo! Loan with option to buy clause, on the table with Man City 🚨🔵🔴 #FCB
Crucial days to make it happen after personal terms agreed.
Barça will use part of Dembélé money for Cancelo, as revealed one week ago. pic.twitter.com/WKqd6s6U5E
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 14, 2023