West Ham hefur staðfest komu James Ward-Prowse til félagsins.
Miðjumaðurinn kemur frá Southampton, þar sem hann er uppalinn og hefur verið fyrirliði undanfarin ár.
Southampton féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor og því nokkuð ljóst að Ward-Prowse yrði ekki áfram til að taka slaginn í B-deildinni.
Nú er hann mættur til West Ham og greiða Hamrarnir 30 milljónir punda fyrir þjónustu hans.
Ward-Prowse spilaði alls 410 leiki fyrir Southampton. Hann skoraði 55 mörk og lagði upp 54. Hann er aukaspyrnusérfræðingur mikill.
West Ham gerði 1-1 jafntefli við Bournemouth í fyrsta leik tímabilsins á laugardag.
Introducing our new 7-Iron ⚒️ pic.twitter.com/ZIfCuifU0v
— West Ham United (@WestHam) August 14, 2023