fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Fyrst var hann ráðinn af Wagnerhópnum – Nú er hann grunaður um fjöldamorð

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. ágúst 2023 07:00

Nokkrir liðsmenn Wagnerhópsins. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær fjölskyldur fundust nýlega myrtar í rússneskum bæ. Málaliði úr Wagnerhópnum er grunaður um morðin. Hann á sér mjög skuggalega fortíð.

Barents Observer segir að sex manns hafi fundist myrt í rússneska bænum Derevyanoe aðfaranótt miðvikudags í síðustu viku. Allt hafði fólkið verið stungið til bana.

Fyrst voru eldri maður og sonur hans myrtir og eldur borinn að húsi þeirra. Að því loknu var röðin komin að öðru húsi þar sem tveir fatlaðir bræður voru myrtir sem og systir þeirra og gestur. Því næst var kveikt í húsinu.

Lögreglan handtók fljótlega tvo menn sem eru grunaðir um ódæðisverkin. Annar þeirra er Igor Sofonov, 37 ára, sem barðist með Wagnerhópnum í Úkraínu. Hann neitar sök.

Áður en Sofonov var ráðinn til starfa hjá Wagnerhópnum hafði hann náð að afreka hina hryllilegustu hluti sem enduðu á sakaskrá hans. Hann hafði meðal annars hlotið dóma fyrir þjófnaði, rán og morðtilraun.

Hann barðist með Wagner í Luhansk í Úkraínu á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri
Fréttir
Í gær

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Í gær

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“